Nei þetta er ekki Rob Schneider, þetta er Joseph-Philibert Girault de Prangey. Franskur aristókrati, dilettante, amatör fornleifafræðingur, áhugamaður um arkitektúr sem og sögu miðausturlanda, listamaður, teiknari, og brautryðjandi í ljósmyndun.
Girault de Prangey fer svo 1842 í þriggja ára ferðalag um Ítalíu, Grikkland, Egyptaland, Sýrland, Tyrkland og Palestínu. Hann skilur eftir sig yfir 900 ljósmyndir frá þessum ferðalögum og við eigum eftir að sjá mikið frá þessari ferð hans í yfirferðinni yfir næstu ár.
Fyrst daguerreótýpurnar frá Feneyjum sem við vitum um. Teknar af enska textafræðingnum (philologist) og stærðfræðingnum Alexander John Ellis árið 1841.
Feneyjar 1841, Canalazzo horft frá Palazzo Rezzonico til vinstri yfir að Palazzo Balbi til hægri.
Almennt talinn fyrsta daguerreótýpan af mönnum að tefla. Myndin var tekinn af William Henry Fox Talbot í september 1841.
Samuel Hahnemann, upphafsmaður hómópatíunnar. Hahnemann deyr svo tveimur árum seinna, 1843 þá 88 ára að aldri. Hann lítur nákvæmlega út eins og ég ímyndaði mér að upphafsmaður hómópatíunnar myndi líta út.