Hér er listinn, afrakstur mánaðar vinnu. Þær myndir sem eru með ramma eru þær myndir sem ég hefði viljað hafa fyrir ykkur allar. En tími leyfði það ekki. Eins og ég hef sagt áður, ég er búin að lúslesa Twitter feedin ykkar og svona myndi ég velja ykkur snillingana í hlutverkin fyrir Harry Potter. Stundum út af útliti, stundum út af innræti, en oftast bara vegna þess að mér fannst það fyndið. Vel skeggjaðir fengu oft hlutverk Dauðadýrkenda. Margir fengu óvinsæl hlutverk vegna þess að ég vildi meina að þeir væru sterkir persónuleikar sem hefðu húmor fyrir sjálfum sér. Sumir fengu hlutverk þvert á kyn, aldur, kynþátt. Ég miðaði við anda bókanna og vil meina að þetta sé ansi sterk uppstilling. Um það má deila eins og allt annað. En allt var þetta gert af kærleika því mér hefur fundist vænna og vænna um ykkur öll því meira sem ég les ykkur á samfélagsmiðlunum. Þið eruð best. En hér er listinn. Hér er brandarinn. Harry Potter, með íslenskum snillingum á Twitter raðað í hlutverkin. Það var brandarinn. Ekkert meira, ekkert minna.