Í desember mun ég af og til re-cast'a Harry Potter með íslenskum Twitter stjörnum. Twitter kosningarnar verða ráðgefandi en ekki bindandi.
— Eiríkur Jónsson (@Eirikur_J) December 1, 2015
Fyrsta desember skrifaði ég þetta af rælni. Þetta var skrifað nokkurnveginn um leið og það var hugsað. Vanhugsað eins og kom á daginn. Hugmyndin var að taka nokkra Twitter vini og skjóta karakterum á þá. En núna mánuði síðar, tveimur trailerum og óteljandi tístum og DM’um síðar er þessi djókur kominn á endastöð.
Harry Twitter heimurinn gerist á Íslandi 2015 (eða svo). Galdrakarlar og konur þessa heims eru ekki klæddir í kufla heldur í hefðbundin, þó ívið betri föt en gengur og gerist. Slytherin fólkið er klætt í Armani, mikið í bissness, pólitík og útrás. Gryffindor eru heilbrigða og hrausta fólkið. Útivistarkrakkarnir sem dunda sér svolítið í Crossfit. Ravenclaw, mikið í vísindunum, akademíu. Hufflepuff, fjölkyldufólkið, rólyndisfólk, seinþreitt til vandræða. Hálfgerðir Hobbitar.
Þau lifa og hrærast meðal okkar muggana. En sagan er sú sama. Voldemort hefur snúið til baka og veldi hans og áhrif aukast dag frá degi. Lokaorustan er framundan…
Það sem Íslendingar töluðu um í dag: harrytwitter (25%) iceland (25%) nbavote (20,8%) korfubolti (16,7%) rip (12,5%)
— Íslendingur (@IcelandicRobot) December 29, 2015
Harry Twitter er bara fíflaskapur á netinu, leikur og hugsanaæfing. Ekkert meira og ekkert minna. Kom eitthvað gott út úr þessum leik? Ég held það. Ég hef það á tilfinningunni að margir sem ekki þekktust á Twitter hafi tengst, heimur hinna yngri og okkar sem erum aðeins eldri (pínku pons) þéttist vonandi smá. Margir brandara voru sagðir og sögurnar voru rifjaðar upp. Sumir tóku upp bækurnar og lásu aftur í desember (margir hefðu örugglega gert það hvort sem er). Sumir horfðu á myndirnar í fyrsta skipti. Sumir lögðust í að kafa ofan í persónur sem að fengu ekki að njóta sín í myndunum. Vonandi sáu einhverjir nýja vinkla á sögurnar. Ég vona það að minnsta kosti.
En hér er þetta. Hér með lýsi ég #HarryTwitter lokið…
Harry Twitter tilheyrir núna internetinu, ykkur öllum sem að tóku þátt. Takk fyrir mig.
Dobby er frjáls… Dobby er frjáls álfur!
