Árið er 1843

Constantinople – Panorama

Fyrsta þekkta mynd af Constantinople, seinna Istanbul, löng saga, ekki okkar bisness að spyrja af hverju). Nuruosmaniye moskan fyrir miðju, Ægisif (Hagia Sophia) til hægri. Horft yfir Sæviðarsund (Bospórussund).

Ayoucha

Ayoucha. Kaíró, Egyptalandi. 1843 ljósmyndar Joseph-Philibert Girault de Prangey fyrstu konu með blæju úr hinum íslamska heimi. Hver var þessi kona?

Ayoucha

Hrikalega töff egypsk kona situr með vatnspípu. Þessi mynd er einnig nefnd Ayoucha af JPGP. Er þetta sama konan og með blæuna? Hver var þessi kona sem að var í samskiptum við þennan furðulega Frakka sem var að væflast í Kaíró með myndavél fyrir 177 árum. Svo mikill persónuleiki

Khayrbak Mosque

Khayrbak Moskan, Kaíró 1843. Áhugi JPGP á arkitektúr og sögu miðausturlanda kemur glögglega í ljós í gegnum ljósmyndum hans í þessu ferðalagi. Hann tók gríðalega mikið af myndum af mannvirkum og sérstaklega moskum, bænaturnum og öðrum trúarlega tengdum mannvirkjum.

Frederick Douglass

Ef þið hafið eitthvað lesið ykkur til um afnám þrælahalds í Ameríku þá ættuð þið að þekkja þennan mann. Frederick Douglass 1843, þræll, aðgerðasinni, mannréttindafrömuður, ræðumaður, rithöfundur og stjórnmálamaður sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum.

Frambjóðandi í embætti varaforseta Bandaríkjana. Þar sem við eigum ekki eftir að heimsækja hann aftur í ´Árið er´ þá fylgja hér tvær myndir af honum. 1856, þá 38 ára að aldri og svo frá 1879 þá um 62 ára gamall. Þvílíkt swag í einum manni.

Got Something To Say:

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

.

Copyright © 2024. Powered by WordPress & Romangie Theme.

.