Category Archives: The Year Is

Árið er 1845

Reykjavík – 1845

Reykjavík – Franski steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux tekur fyrstu ljósmyndirnar á Íslandi en hann dvaldi hér sumarið 1845. Myndin hér sýnir Reykjaví Grjótaþorpið og skipalægið. Mikið af ljósmyndum hans úr þessari ferð glötuðust.

Continue Reading

Árið er 1844

Edinburgh – 1844

Elsta þekkta daguerreótýpa af mönnum að drekka bjór. Að sjálfsögðu er hún tekin í Edinborg, Skotlandi.

Continue Reading

Árið er 1843

Constantinople – Panorama

Fyrsta þekkta mynd af Constantinople, seinna Istanbul, löng saga, ekki okkar bisness að spyrja af hverju). Nuruosmaniye moskan fyrir miðju, Ægisif (Hagia Sophia) til hægri. Horft yfir Sæviðarsund (Bospórussund).

Continue Reading

Árið er 1842

Alexandria – Egypt

Joseph-Philibert Girault de Prangey (héðan í frá JPGP) leggur af stað í ferðalag sitt um miðausturlönd. Daguerreótýpa úr eyðimörkinni við Alexandríu, Egyptalandi.

Svolítið tillitslaust af úlfaldanum að vera ekki kyrr.

Continue Reading

Árið er 1841

Joseph-Philibert Girault de Prangey.

Nei þetta er ekki Rob Schneider, þetta er Joseph-Philibert Girault de Prangey. Franskur aristókrati, dilettante, amatör fornleifafræðingur, áhugamaður um arkitektúr sem og sögu miðausturlanda, listamaður, teiknari, og brautryðjandi í ljósmyndun.

Continue Reading

Árið er 1840

Fyrsta ljósmyndin af tunglinu

John W. Draper við Háskóla New York borgar tekur fyrstu skýru myndina af tunglinu af þaki rannsóknarstofu sinnar þann 23. mars 1840. Lýsingartíminn var 20 mínútur. Daguerreótýpa (daguerreotype) tekin í gegnum 13 cm spegilsjónauka.

Continue Reading
.

Copyright © 2024. Powered by WordPress & Romangie Theme.

.