Árið er 1844

Edinburgh – 1844

Elsta þekkta daguerreótýpa af mönnum að drekka bjór. Að sjálfsögðu er hún tekin í Edinborg, Skotlandi.

Aleppo – 1844

Aleppo – Sýrlandi, 1844 Hér er Joseph-Philibert Girault de Prangey enn á ferð. Myndin er tekin frá Bāb Antakiya (Antioch hliðinu, 1844. Fyrir miðju er Umayyad moskan.

Budapest – 1844

Velkominn til (Buda)Pest, 1844, horft er yfir Kalvinar torg og Kecskeméti stræti. Fjórum árum síðar, 1848, hefst upreisnin gegn Habsborgurum sem leiðir af sér sjálfstæði Ungverjalands. Buda og Pest eru svo sameinaðar í höfuðborg Ungverjalands nokkrum áratugum síðar eða 1873.

Botocuto – 1844

Daguerreótýpan slítur barnaskónum hratt. Hér erum við komin yfir til Brasilíu og finnum fyrir elstu ljósmynd sem við vitum um af frumbyggja Suður-Ameríku. Aimoré (Botocuto á portúgölsku) sem eru hvað frægastir fyrir tréskífurnar sem þeir settu í eyru og varirnar á sér.

Arthur Wellesley – 1844

Arthur Wellesley, fyrsti hertoginn af Wellington 1844. Frægastur er Wellesley fyrir að hafa sigrað Napóleon við Waterloo. Ljósmyndir eru hérna að koma til sögunar og ná hér að snerta með fingurgómunum mannkynssöguna aftur til Napóleóns.

Got Something To Say:

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

.

Copyright © 2024. Powered by WordPress & Romangie Theme.

.