Reykjavík – Franski steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux tekur fyrstu ljósmyndirnar á Íslandi en hann dvaldi hér sumarið 1845. Myndin hér sýnir Reykjaví Grjótaþorpið og skipalægið. Mikið af ljósmyndum hans úr þessari ferð glötuðust.
Hér eru svo þær tvær daguerreótýpur sem eitthvað þekkist, báðar frá Reykjavík. Myndin af Grjótaþorpinu og svo önnur sem sýnir húsaþyrpinguna frá Austurvelli og upp í Þingholtin. Það er svo rúmlega áratugi seinna eða árið 1865 sem ljósmyndir eru næst teknar hér á Íslandi.
Annar ferðalangur sem að var að flækjast um mið-austurlönd á þessum tíma var frakkinn Alphonse-Eugène-Jules Itier sem tók þessa mynd af famferðalöngum sínum á ferðalagi sínu á cangia upp Nílarfljót 1845.
Á meðan í Ítalíu(‘ish), Calvert Richard Jones tekur þessa panorama mynd af Borgo Santa Lucia, Napolí. Napolí er ennþá bara borgarríki á þessum tíma. Verður ekki hluti af Ítalíu fyrr en árið 1861.
Elsta ljósmynd af frumbyggja Norður-Ameríku sem varðveist hefur. Kahkewāquonāby/ Peter Jones (Ojibwe) meþódista prestur, trúboði og höfðingi – 1845. Þessi ljósmynd af Jones var tekin fjórða ágúst 1845 í Edinborg, Skotlandi af Hill & Adamson.
Peter Jones (missionary) – Wikipedia
Síðasta ljósmyndin sem tekin var af John Franklin, sem leiddi hinn örlagaríka leiðangur til að finna leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs í gegnum Norður-Íshafið. Fyrsta sería af sjónvarpsþættinum The Terror byggir á þessum leiðangri.
Franklin’s lost expedition – Wikipedia
Síðasta daguerreótýpa af heimskautakönnuðinum Francis Crozier sem tók þátt í leiðangri Franklins. Crozier var skipstjóri HMS Terror sem var annað skip af tveimur sem notað var í leiðangrinum. Persónulega hefði ég valið skip með betra nafn en það er bara ég.