Árið er 1845

Reykjavík – 1845

Reykjavík – Franski steindafræðingurinn Alfred Des Cloizeaux tekur fyrstu ljósmyndirnar á Íslandi en hann dvaldi hér sumarið 1845. Myndin hér sýnir Reykjaví Grjótaþorpið og skipalægið. Mikið af ljósmyndum hans úr þessari ferð glötuðust.

Reykjavík – 1845

Hér eru svo þær tvær daguerreótýpur sem eitthvað þekkist, báðar frá Reykjavík. Myndin af Grjótaþorpinu og svo önnur sem sýnir húsaþyrpinguna frá Austurvelli og upp í Þingholtin. Það er svo rúmlega áratugi seinna eða árið 1865 sem ljósmyndir eru næst teknar hér á Íslandi.

Nile 1845

Annar ferðalangur sem að var að flækjast um mið-austurlönd á þessum tíma var frakkinn Alphonse-Eugène-Jules Itier sem tók þessa mynd af famferðalöngum sínum á ferðalagi sínu á cangia upp Nílarfljót 1845.

Santa Lucia – Napoli

Á meðan í Ítalíu(‘ish), Calvert Richard Jones tekur þessa panorama mynd af Borgo Santa Lucia, Napolí. Napolí er ennþá bara borgarríki á þessum tíma. Verður ekki hluti af Ítalíu fyrr en árið 1861.

Elsta ljósmynd af frumbyggja Norður-Ameríku sem varðveist hefur. Kahkewāquonāby/ Peter Jones (Ojibwe) meþódista prestur, trúboði og höfðingi – 1845. Þessi ljósmynd af Jones var tekin fjórða ágúst 1845 í Edinborg, Skotlandi af Hill & Adamson.

Peter Jones (missionary) – Wikipedia

John Franklin

Síðasta ljósmyndin sem tekin var af John Franklin, sem leiddi hinn örlagaríka leiðangur til að finna leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs í gegnum Norður-Íshafið. Fyrsta sería af sjónvarpsþættinum The Terror byggir á þessum leiðangri.

Franklin’s lost expedition – Wikipedia

Francis Crozier

Síðasta daguerreótýpa af heimskautakönnuðinum Francis Crozier sem tók þátt í leiðangri Franklins. Crozier var skipstjóri HMS Terror sem var annað skip af tveimur sem notað var í leiðangrinum. Persónulega hefði ég valið skip með betra nafn en það er bara ég.

Got Something To Say:

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

.

Copyright © 2024. Powered by WordPress & Romangie Theme.

.