Árið er 1842

Alexandria – Egypt

Joseph-Philibert Girault de Prangey (héðan í frá JPGP) leggur af stað í ferðalag sitt um miðausturlönd. Daguerreótýpa úr eyðimörkinni við Alexandríu, Egyptalandi.

Svolítið tillitslaust af úlfaldanum að vera ekki kyrr.

Jerusalem

Myndir JPGP eru ekki þær alltaf þær fyrstu sem teknar eru á þessum stöðum en eru margar hverjar elstu ljósmyndir frá þessum stöðum sem hafa varðveist. Daguerreótýpa, panorama af Jerúsalem tekin frá Ólífufjallinu.

Haram al-Sharif

Eftir ferðalagið virðist vera að allar ljósmyndirnar hafi ávallt verið í einkasafni hans og aldrei sýndar opinberlega. Hann lést ógiftur og barnlaus og þessar daguerreótýpur uppgötvuðust í dánarbúi hans. Norðvesturhluti Musterishæðarinnar (Haram al-Sharif) í Jerúsalem 1842.

Acropolis – Athens – 1842

Elsta mynd sem varðveist hefur af Acropolis í Aþenu. Enn og aftur er þarna okkar maður JPGP á ferðinni. Turninn var Franka turninn frá miðöldum en var eyðilagður árið 1874 að undirlagi af Heinrich Schlieman, sem við þekkjum úr sögu fornleifafræðinnar.

Franka Turninn

Betri mynd af turninum tekin stuttu áður en hann var jafnaður við jörðu.

Turku – Nobel House 1882

Elsta daguerreótýpa frá Finnlandi af Nobel húsinu með Turku dómkirkjuna í bakgrunni. Tekinn af Henrik Cajander 3. nóvember 1842.

Edgar Alan Poe

Elsta daguerreótýpan af Edgar Allan Poe, 1842. Frægasta myndin af Poe er frá 1848 en hann dó árið eftir þá fertugur að aldri.

Cow

Mögulega fyrsta daguerreótýpan af dýri (1842) tekin af okkar manni Joseph-Philibert Girault de Prangey snemma á árinu.

Got Something To Say:

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

.

Copyright © 2024. Powered by WordPress & Romangie Theme.

.